Leiðarlínur fimm skipa í loðnumælingu í mismunandi litum dagana 19.-25. janúar og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum (línur hornrétt á leiðarlínur).

Kynþroska loðnu að finna á stóru svæði

Floti rannsóknar- og veiðiskipa sem leitað hefur loðnu við landið undanfarna daga hefur fundið kynþroska loðnu á stóru svæði norður og austur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Leiðangrinum er ekki að fullu lokið því svæðið út af Vestfjörðum er ókannað.