Fréttir

true

Matsáætlun magnesíumverksmiðju í Hvalfirði birt í skipulagsgátt

Njörður holding ehf. hefur birt í Skipulagsgátt matsáætlun vegna byggingar verksmiðju á Gundartanga þar sem ætlunin er að vinna um 50.000 tonn af magnesíum úr sjó. Í framleiðsluferli myndast klór sem aukaafurð sem einnig verður nýtt. Matsáætlunin er verkáætlun komandi umhverfismats vegna byggingar verksmiðjunnar og er hún nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um…Lesa meira

true

Selfyssingurinn sterki gengur til liðs við ÍA

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára. Guðmundur hefur um þrettán ára skeið leikið sem atvinnumaður erlendis, nú síðast með armenska félaginu FC Noah. Hann hefur leikið á undanförnum árum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Grikklandi. Á ferlinum hefur hann orðið deildar- og bikarmeistari í Noregi, meistari í…Lesa meira

true

ÍA tapaði gegn Njarðvík og vermir botnsætið

Lið ÍA og Njarðvíkur mættust í Bónus deild karla í körfuknattleik í IceMar-höllinni í Njarðvík á föstudagskvöldið. Bæði liðin hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu heimamenn yfir 19-17. Í öðrum leikhluta jókst forskot Njarðvíkur og í hálfleik var staðan 44-36. Enn jókst munurinn…Lesa meira

true

Aukin vatnstaka á Steindórsstöðum þarf ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að áform Veitna um aukna vatnstöku og borholur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun barst tilkynning um framkvæmdirnar frá Veitum og er um að ræða framkvæmdir á verndarsvæði.…Lesa meira

true

Æfingar í keilu fyrir grunnskólabörn með fötlun

Hallur Guðjónsson og Björn Hjartarson mættu nýverið á æfingu hjá Keilufélagi Akraness við Vesturgötu. „Á laugardögum klukkan 14 – 15 eru æfingar fyrir fötluð grunnskólabörn á Akranesi og nágrenni. Þessar æfingar verða út vorið 2026 og geta börn á Vesturlandi nýtt sér þetta sér að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem að hafa áhuga er hægt að…Lesa meira

true

Hagar gefa út vildarkerfið Takk

Hagar settu í gær í loftið nýtt vildarkerfi í appi sem ber heitið Takk. „Vildarkerfið er einfalt og skilvirkt í notkun og mun bæta kjör, þjónustu og upplifun viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Meðlimir í Takk appinu fá aðgengi að sérstökum kjörum og fríðindum hjá Bónus, Hagkaup og Eldum rétt. Afslættirnir sem vildarkerfið býður upp á…Lesa meira

true

Fulltrúar vestlenskra ferðaþjónustufyrirtækja fjölmenntu á Mannamót – myndasyrpa

Góð mæting og stemning var á árlegu Mannamóti landshlutanna sem haldið var í Kórnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag. Það eru markaðsstofur landshlutanna sem standa fyrir Mannamóti, en þangað er m.a. boðið starfsfólki ferðaskrifstofa, hótela, ráðamanna, fjölmiðla og annarra sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi og nýjungar á vettvangi ferðaþjónustu á landsbyggðinni.…Lesa meira

true

Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í Eyja- og Miklaholtshreppi

Erlendir ríkisborgarar voru 3.237 talsins eða 17,4% af íbúum með lögheimili á Vesturlandi 1. desember 2025. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá. Hæst er hlutfall erlendra ríkisborgara í Eyja- og Miklaholtshreppi eða 33,9%. Í Snæfellsbæ er hlutfallið 28%, í Grundarfirði 27,9%, í Borgarbyggð 24,6%, í Stykkishólmi 19,5%, á Akranesi 11,5%, í Hvalfjarðarsveit 9,8%,…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit óskar frekari upplýsinga um rekstur bókasafns

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað frekari upplýsinga um rekstur Bókasafns Akraness áður en gengið verði frá nýjum samningi milli sveitarfélaganna um hlut Hvalfjarðarsveitar í rekstri þess. Í kjölfar höfnunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar fyrir skömmu, á þeirri ósk bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar um könnun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna tveggja, ákvað bæjarstjórn Akraness að taka til endurskoðunar alla þjónustusamninga…Lesa meira

true

Aldrei fleiri verið útskrifaðir með sveinspróf frá FVA

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi afhenti í gær 22 nemendum sveinsbréf sín í húsasmíði. Aldrei áður hefur svo stór hópur útskrifast úr þessu námi frá skólanum. Nám í húsasmíði er 243 eininga lögverndað iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Flestir þeir nemendur sem nú luku námi voru að stunda það í helgarnámi og þá…Lesa meira