
Æfingar í keilu fyrir grunnskólabörn með fötlun
Hallur Guðjónsson og Björn Hjartarson mættu nýverið á æfingu hjá Keilufélagi Akraness við Vesturgötu. „Á laugardögum klukkan 14 - 15 eru æfingar fyrir fötluð grunnskólabörn á Akranesi og nágrenni. Þessar æfingar verða út vorið 2026 og geta börn á Vesturlandi nýtt sér þetta sér að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem að hafa áhuga er hægt að senda okkur línu í síðasta lagi daginn fyrir æfingu á netfangið kfa@simnet.is svo að við getum tryggt öllum pláss en um níu börn komast að hverju sinni. Þjálfari er Jónína Björg Magnúsdóttir og sími hennar er 898-3129,“ segir í tilkynningu frá KFA. Með Halli og Birni á myndinni er Írena Jónsdóttir.