Lið ÍA. Samsett mynd: Körfuknattleiksfélag ÍA

ÍA tapaði gegn Njarðvík og vermir botnsætið

Lið ÍA og Njarðvíkur mættust í Bónus deild karla í körfuknattleik í IceMar-höllinni í Njarðvík á föstudagskvöldið. Bæði liðin hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu heimamenn yfir 19-17. Í öðrum leikhluta jókst forskot Njarðvíkur og í hálfleik var staðan 44-36. Enn jókst munurinn í þriðja leikhluta  en í þeim fjórða tókst ÍA örlítið að klóra í bakkann. Leiknum lauk samt með öruggum sigri heimamanna 84-71.