Hvalfjarðarsveit óskar frekari upplýsinga um rekstur bókasafns

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað frekari upplýsinga um rekstur Bókasafns Akraness áður en gengið verði frá nýjum samningi milli sveitarfélaganna um hlut Hvalfjarðarsveitar í rekstri þess. Í kjölfar höfnunar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar fyrir skömmu, á þeirri ósk bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar um könnun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna tveggja, ákvað bæjarstjórn Akraness að taka til endurskoðunar alla þjónustusamninga á milli sveitarfélaganna. Endurskoðun á þjónustusamningi um rekstur bókasafnsins á Akranes á sér þó lengri sögu.