Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í Eyja- og Miklaholtshreppi

Erlendir ríkisborgarar voru 3.237 talsins eða 17,4% af íbúum með lögheimili á Vesturlandi 1. desember 2025. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá. Hæst er hlutfall erlendra ríkisborgara í Eyja- og Miklaholtshreppi eða 33,9%. Í Snæfellsbæ er hlutfallið 28%, í Grundarfirði 27,9%, í Borgarbyggð 24,6%, í Stykkishólmi 19,5%, á Akranesi 11,5%, í Hvalfjarðarsveit 9,8%, í Dalabyggð 9,3% og lægst er hlutfallið í Skorradalshreppi þar sem 8,2% íbúa eru erlendir ríkisborgarar. Á landinu öllu eru erlendir ríkisborgarar 20,4% eða 83.908 af 411.368 íbúum. Hæst er hlutfall erlendra ríkisborgara í Mýrdalshreppi eða 67,4%, í Skaftárhreppi 46,2% og í Bláskógabyggð 39,1%. Lægst er hlutfallið á Skagaströnd 5,8%, í Hörgársveit 6,4% og í Eyjafjarðarsveit 7,1%.