
Hópurinn úr helgarnáminu sem mætti til að taka við skírteini sínu, ásamt kennurum. Á hefilbekknum eru þaksperrur, eitt af prófverkefnum nemenda úr verklega hluta námsins. Ljósm. mm
Aldrei fleiri verið útskrifaðir með sveinspróf frá FVA
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi afhenti í gær 22 nemendum sveinsbréf sín í húsasmíði. Aldrei áður hefur svo stór hópur útskrifast úr þessu námi frá skólanum. Nám í húsasmíði er 243 eininga lögverndað iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Flestir þeir nemendur sem nú luku námi voru að stunda það í helgarnámi og þá yfirleitt samhliða annarri vinnu. Auk Akraness er boðið upp á slíkt helgarnám frá FSNV á Sauðárkróki. Námið í FVA skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Námstími er hálft þriðja ár í skóla að viðbættri starfsþjálfun.