
Horft niður eftir Rauðsgili, en vatnstakan verður úr borholum á áreyrinni. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Aukin vatnstaka á Steindórsstöðum þarf ekki í umhverfismat
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að áform Veitna um aukna vatnstöku og borholur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.