Fréttir

true

Fuglar misjafnlega viðkvæmir fyrir nálægð við vegi

Ný rannsókn á Suður- og Vesturlandi hefur leitt í ljós að jafnvel vegir þar sem umferð er talin lítil tengist því að færri fuglar verpa í næsta nágrenni við þá. Þetta kemur fram í vísindagrein í tímaritinu Journal of Avian Biology og sagt er frá á vef Náttúrufræðistofnunar. Varpar greinin ljósi á áhrif vega með…Lesa meira

true

Ný bók um berkla á Íslandi

Út er komin bókin Berklar á Íslandi eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur. Í henni er fjallað um þennan skelfilega vágest sem berklarnir voru og hvernig tókst að lokum að vinna bug á þeim. Þar kemur saga Vífilsstaða mjög sterkt inn og er hún rakin í ritinu sem er sannkallað stórvirki. Berklaveikin lagðist einkum á ungt fólk…Lesa meira

true

„Ég veit að hún er á góðum stað“

Kristjana Halldórsdóttir er ein þeirra sem hefur þann hæfileika að finna fegurð í hversdeginum þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún missti 22 ára dóttur sína, Jönu Sif, vorið 2023. Jana lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð, en hún fæddist með alvarlegan hjartagalla. Kristjana segist hafa einsett sér að lifa lífinu í…Lesa meira

true

Kvenfélagið gefur til búnaðarkaupa í nýja íþróttahúsið

Kvenfélagið Þorgerðar Egilsdóttir í Dölum kom í gær færandi hendi í nýja íþróttahúsið í Búðardal. Afhenti félagið Ísaki Sigfússyni, lýðheilsufulltrúa f.h. Dalabyggðar, höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í íþróttamannvirkin. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk…Lesa meira

true

Breytingar vegna fæðingarorlofs

Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól frumvarp Ingu Sæland, félag og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi. Eftir gildistöku nýju laganna munu breytingar á fjárhæðum greiðslna til foreldra sem nýta rétt sinn innan fæðingarorlofskerfisins ekki lengur miða við fæðingardag barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur, heldur skuli…Lesa meira

true

Af hverju ekki bara að ráða mig?

Rætt við Magndísi Alexandersdóttur frá Stakkhamri, sem man aðra tíma en fólk býr við í dag. Hún hefur þurft að rjúfa glerþakið allnokkrum sinnum á ævinni Það er falleg vetrarstilla í Stykkishólmi þegar blaðamaður kemur þangað til að spjalla við Magndísi Alexandersdóttur. Hún býður til stofu í fallegu húsi þar sem hún býr með manni…Lesa meira

true

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfjarðarprestakalli

Sr. Ursula Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í hið sameinaða prestakalli í Borgarfirði með aðsetur í Stafholti. Frá þessu er greint á vef Þjóðkirkjunnar. Ursula er fædd 19. janúar árið 1957 á Akranesi. Hún vígðist til Skagastrandarprestakalls 14. desember árið 2008 en hefur m.a. starfað í Austur-Húnavatnssýslu, í Skagafirði og Vestmannaeyjum, en einnig sem prestur…Lesa meira

true

Gaf mynd af síðasta haustskipinu

Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar kom færandi hendi á skrifstofu Cruise Iceland í Húsi Atvinnulífsins í vikunni. Kom hann með útprentaða mynd af heimsókn seinasta skemmtiferðaskips ársins til Grundarfjarðar. Tómas Freyr Kristjánsson ljósmyndari tók myndina. Vasco da Gama lá við bryggju í Grundarfirði 28. október síðastliðinn og er glæsilegur vitnisburður um að það öfluga starf sem…Lesa meira

true

Ekki öruggt að sigla um Borgarfjörð og til Borgarneshafnar

Yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna hefur lagt til óskað verði heimilda til að leggja niður tvo hafnarvita og tvö leiðarmerki við bryggjuna í Borgarnesi. Í bréfi sem Faxaflóahafnir hafa sent sveitarstjórn Borgarbyggðar kemur fram að fyrirtækið sjái um rekstur og viðhald siglingamerkja á sínum hafnarsvæðum. Í því felist ábyrgð samkvæmt lögum um vitamál og vart þurfi að taka…Lesa meira