Mynd úr safni Skessuhorns frá 2015 þegar þekjan á bryggjunni var lögð malbiki.

Ekki öruggt að sigla um Borgarfjörð og til Borgarneshafnar

Yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna hefur lagt til óskað verði heimilda til að leggja niður tvo hafnarvita og tvö leiðarmerki við bryggjuna í Borgarnesi. Í bréfi sem Faxaflóahafnir hafa sent sveitarstjórn Borgarbyggðar kemur fram að fyrirtækið sjái um rekstur og viðhald siglingamerkja á sínum hafnarsvæðum. Í því felist ábyrgð samkvæmt lögum um vitamál og vart þurfi að taka fram að mikilvægt sé að þessi merki séu ávallt í fullkomnu lagi þannig að þau vísi fljótandi förum rétta og örugga leið til og frá höfn.