Fréttir

true

Stofnvísitala þorsks lækkaði eftir litlar breytingar síðustu ára

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór á vegum Hafrannsóknastofnunar í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Nú kom í ljós að stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar…Lesa meira

true

Aukinn stuðningur við fyrstu kaupendur

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra um hlutdeildarlán en með þeim er stuðningur aukinn við fyrstu kaupendur við að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Hlutdeildarlán eru vaxta- og afborgunarlaus lán frá ríkinu fyrir hluta af verði fyrstu fasteignar. Með þeim þarf fólk lægra fasteignalán og lægri útborgun. Þeir sem eru að koma…Lesa meira

true

Davíð vill leiða lista Framsóknar í Borgarbyggð

Davíð Sigurðsson, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar og skipulags- og byggingarnefnar, hefur birt tilkynningu þess efnis að hann muni sækjast eftir að leiða lista Framsóknarflokks í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 16. maí. Fram hefur komið að Guðveig Lind Eyglóardóttir núverandi oddviti listans sækist ekki eftir endurkjöri. Davíð kveðst hafa tekið þessa ákvörðun eftir fjölda áskorana að undanförnu og…Lesa meira

true

Fyrstu parhúsin á Hvanneyri frá hruni

HIG húsasmíði ehf. er nú að ljúka frágangi að utan við nýbyggingu parhúss við Ugluflöt 1-3 á Hvanneyri. Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmíðameistari segist hafa ákveðið að halda áfram uppbyggingu á Hvanneyri og brátt bætist við annað hús með tveimur nýjum og glæsilegum 138 fermetra íbúðum sem verða tilbúnar til afhendingar næsta vor. Íbúðirnar fara í…Lesa meira

true

Pottormar héldu Litlu jólin í morgun

Að venju tóku þau daginn snemma fastagestirnir í heita pottinum á Jaðarsbökkum á Akranesi. Klukkan 6 í gærmorgun var boðið upp á veglegar veitingar og glaðst í blíðviðrinu löngu fyrir sólarupprás. Helgi Ólöf Óliversdóttir sendi Skessuhorni meðfylgjandi stemningsmynd með góðri kveðju frá fólkinu.Lesa meira

true

Sjöundi bekkur gefur út jólablað

Sjöundi bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar hefur staðið í ströngu síðustu vikur en eitt af verkefnum nóvember og desember mánaða var að gefa út jólablað. Afrakstur erfiðisins kom svo út í vikunni en þá voru prentuð út nokkur eintök. Blaðið er þykkt og mjög veglegt en þar er að finna margt skemmtilegt og einnig nytsamlegt. Meðal annars…Lesa meira

true

Útsjónarsamt sveitafólk með hugsjón og raunhæfan draum

Búfræðingarnir Gunnhildur Gísladóttir og Jónas Guðjónsson vilja hvergi annarsstaðar vera en í sveit. Þótt það sé flókið að hefja búskap á Íslandi eru þau staðráðin í að láta stóru plönin verða að veruleika Það er dimmt, kalt og á stundum nokkuð hvasst á Hvanneyri í desember. Hann blæs úr norðri og sólin, sem hvarf í…Lesa meira

true

„Mér finnst ég vera kominn heim aftur“

Kristján B. Snorrason er mörgum kunnugur. Hann hefur sinnt mörgum ólíkum hlutverkum í gegn um tíðina og finnst ekkert þeirra merkilegra eða stærra en annað. Kristján vann í nokkrum bönkum og stjórnaði þeim sumum, hann stofnaði hljómsveit, skipulagði viðburði, rak félagsheimili, lék fyrir dansi, gekk í skóla og stýrði ungmennafélagi. Meðal annars. Hann á líka…Lesa meira

true

Brislingur finnst í Faxaflóa

Á dögunum veiddist brislingur í net á Viðeyjarsundi. Það voru starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sem héldu til þessara veiða eftir að hnúfubakar höfðu haldið sig á þeim slóðum undanfarnar vikur. Spurnir höfðu borist af því að þar sem hnúfubakarnir héldu sig væru þéttar fiskilóðningar sem hnúfubakurinn væri að éta úr. Var í fyrstu talið að þarna væri…Lesa meira