Aukinn stuðningur við fyrstu kaupendur

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra um hlutdeildarlán en með þeim er stuðningur aukinn við fyrstu kaupendur við að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Hlutdeildarlán eru vaxta- og afborgunarlaus lán frá ríkinu fyrir hluta af verði fyrstu fasteignar. Með þeim þarf fólk lægra fasteignalán og lægri útborgun. Þeir sem eru að koma inn á húsnæðismarkaðinn þurfa þá ekki að reiða sig á stuðning foreldra eða annarra og eiga auðveldara með að standast greiðslumat og lánþegaskilyrði.