Davíð Sigurðsson.

Davíð vill leiða lista Framsóknar í Borgarbyggð

Davíð Sigurðsson, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar og skipulags- og byggingarnefnar, hefur birt tilkynningu þess efnis að hann muni sækjast eftir að leiða lista Framsóknarflokks í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 16. maí. Fram hefur komið að Guðveig Lind Eyglóardóttir núverandi oddviti listans sækist ekki eftir endurkjöri. Davíð kveðst hafa tekið þessa ákvörðun eftir fjölda áskorana að undanförnu og mikla umhugsun.