
Parhúsin við Ugluflöt standa næst nemendagörðunum.
Fyrstu parhúsin á Hvanneyri frá hruni
HIG húsasmíði ehf. er nú að ljúka frágangi að utan við nýbyggingu parhúss við Ugluflöt 1-3 á Hvanneyri. Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmíðameistari segist hafa ákveðið að halda áfram uppbyggingu á Hvanneyri og brátt bætist við annað hús með tveimur nýjum og glæsilegum 138 fermetra íbúðum sem verða tilbúnar til afhendingar næsta vor. Íbúðirnar fara í sölu eftir áramót. Þetta er annað parhúsið sem Hafsteinn byggir við götuna. „Ég veit ekki betur en að þetta séu fyrstu parhúsin sem eru byggð til endursölu á Hvanneyri frá því fyrir hrun."
