Pétur Pétursson yngri er hér að landa vænum þorski úr Bárði SH. Ljósm. úr safni/ af

Stofnvísitala þorsks lækkaði eftir litlar breytingar síðustu ára

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór á vegum Hafrannsóknastofnunar í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Nú kom í ljós að stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar breytingar síðustu þriggja ára. Vísitalan er þó yfir meðaltali áranna 1996 - 2025. „Lítið mældist af 8-15 cm þorski (0 grúppu). Stofnvísitala ýsu lækkar einnig frá hámarkinu árið 2022 en er þó yfir meðaltali áranna 1996 - 2025. Mæling á 0- grúppu ýsu var sú hæsta í fimm ár,“ segir í niðurstöðu Hafró.