Fréttir

true

Hvalfjarðargöng II í biðflokk

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tilkynnti rétt í þessu forgangsröðun í jarðgangagerð á næstu árum. Fljótagöng eru nú efst í forgangsröð jarðganga. Í öðru til þriðja sæti eru Fjarðagöng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og Súðavíkurgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Í fjórða sæti eru göng um Mikladal og Hálfdán sem tengja saman Patreksfjörð,…Lesa meira

true

Þekkt hús til sölu á Akranesi

Á dögunum var Vesturgata 57 á Akranesi auglýst til sölu. Nú ganga hús á Akranesi kaupum og sölum á hverjum degi án þess að það rati í fjölmiðla. En Vesturgata 57 er ekkert venjulegt hús ekki síst vegna stærðarinnar og miklu heldur vegna þess að þar hefur verið rekin rakarastofa samfellt frá árinu 1937 eða…Lesa meira

true

Líf og fjör í Jólakirkjuskóla

Sunnudaginn 30. nóvember var mikið líf og fjör í Grundarfjarðarkirkju en þá stóðu Setbergsprestakall og Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall fyrir Jólakirkjuskóla þar sem jólasveinarnir kíktu í heimsókn með góðgæti fyrir börnin.Lesa meira

true

Varasöm skilyrði á Snæfellsjökli

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ hefur gefið frá sér tilkynningu vegna varasamra aðstæðna á Snæfellsjökli. Bæjarblaðið Jökull greindi frá. Þar kemur fram að ferðalög um jökulinn geta verið varsöm allan ársins hring vegna margvíslegrar hættu sem þar má finna. „Þegar styttist í jólafrí er viðbúið að umferð vélsleða, jeppa og annarra tækja um jökulinn fari vaxandi.…Lesa meira

true

Mikið fjör á aðventudegi Kvenfélagsins – myndasyrpa

Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir hinum árlega aðventudegi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þar var dregið úr jólahappdrættinu, úrslit kynnt úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar, tónlistaratriði, sölubásar og gómsætar veitingar. Eftir aðventudaginn í Samkomuhúsinu var haldið í miðbæinn þar sem kveikt var á jólatrénu sem vaskir Lionsmenn voru búnir að setja upp. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn…Lesa meira

true

Afar misjafnt hlutfall leikskólakennara af erlendum uppruna

Hlutfall þeirra leikskólakennara á Íslandi sem hafa erlendan bakgrunn er afar misjafnt eftir sveitarfélögum og landshlutum. Þetta kemur fram í svari mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Péturs Ziemsen um íslenskukunnáttu leikskólastarfsmanna. Fyrirspyrjandi óskaði eftir upplýsingum um hversu margir starfsmenn leikskóla, sem vinna með börnum, eru ekki með íslensku sem móðurmál og hversu…Lesa meira

true

Hús Laugargerðisskóla boðin til sölu

Björn Þorri Viktorsson fasteignasali hjá Miðborg hefur nú til sölumeðferðar Laugargerðisskóla fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Skólahúsinu fylgir 24,6 ha. eignarland auk 1,25 l/sek heitavatnsréttinda. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að um er að ræða nokkrar fasteignir, alls 2.665,5 fermetrar, sem byggðar voru á árunum 1963-2002; skóli, heimavist og þrjár íbúðir í einni byggingu frá 1963 og…Lesa meira

true

Hver skaraði framúr á árinu?

Skessuhorn stefnir á að útnefna Vestlending ársins 2025 líkt og undanfarna tæpa þrjá áratugi. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningar um þann sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu og verðskuldi þetta sæmdarheiti. Rökstuðningur í einni eða tveimur setningum þarf að fylgja. Tilnefningar sendist á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 17. desember nk.…Lesa meira

true

Foreldrafélag leikskólans Akrasels hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan hefur nú valið fjórtán verkefni sem hljóta samfélagsstyrk þeirra í ár og hlaut foreldrafélag leikskólans Akrasels á Akranesi hæsta fjárstyrkinn þetta árið, eða 750 þúsund krónur. Upphæðin mun nýtast í uppbyggingu sparkvallar á lóð leikskólans. Foreldrafélagið mun taka virkan þátt í vinnunni við uppsetningu vallarins, ásamt starfsfólki leikskólans, og mun styrkupphæðin verða notuð í…Lesa meira

true

Jólaálfur seldur til stuðnings sálfræðiþjónustu

Sala á Jólaálfi SÁÁ stendur yfir dagana 3. til 7. desember og er tekjum af sölunni ætlað að styðja við sálfræðiþjónustu barna hjá samtökunum. Sálfræðiþjónusta SÁÁ er fyrir börn 8-18 ára sem alast upp við fíknsjúkdóm á heimilinu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, sem SÁÁ niðurgreiðir með sjálfsaflafé. Árlega sinnir SAÁ um 200 börnum auk…Lesa meira