Fréttir

Hús Laugargerðisskóla boðin til sölu

Björn Þorri Viktorsson fasteignasali hjá Miðborg hefur nú til sölumeðferðar Laugargerðisskóla fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Skólahúsinu fylgir 24,6 ha. eignarland auk 1,25 l/sek heitavatnsréttinda. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að um er að ræða nokkrar fasteignir, alls 2.665,5 fermetrar, sem byggðar voru á árunum 1963-2002; skóli, heimavist og þrjár íbúðir í einni byggingu frá 1963 og 617 fm. íþróttahús byggt árið 1982. Því til viðbótar er m.a. 314 rúmmetra útisundlaug á staðnum, upphaflega byggð árið 1945. Heildarfasteignamat eignanna er kr. 292 milljónir króna en brunabótamat er ríflega einn milljarður króna.