
Hvalfjarðargöng II í biðflokk
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tilkynnti rétt í þessu forgangsröðun í jarðgangagerð á næstu árum. Fljótagöng eru nú efst í forgangsröð jarðganga. Í öðru til þriðja sæti eru Fjarðagöng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og Súðavíkurgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Í fjórða sæti eru göng um Mikladal og Hálfdán sem tengja saman Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Sértaka athygli vekur að önnur göng um Hvalfjörð, sem talin hafa verið nauðsynleg, eru sett í það sem kalla mætti biðflokk með mörgum öðrum jarðgangakostum.