
Leikskólabörn á Akraseli, fædd árið 2022, tóku á móti styrknum við verslun Krónunnar á Dalbraut. Ljósm. Rúnar Kristmannsson.
Foreldrafélag leikskólans Akrasels hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar
Krónan hefur nú valið fjórtán verkefni sem hljóta samfélagsstyrk þeirra í ár og hlaut foreldrafélag leikskólans Akrasels á Akranesi hæsta fjárstyrkinn þetta árið, eða 750 þúsund krónur. Upphæðin mun nýtast í uppbyggingu sparkvallar á lóð leikskólans. Foreldrafélagið mun taka virkan þátt í vinnunni við uppsetningu vallarins, ásamt starfsfólki leikskólans, og mun styrkupphæðin verða notuð í kaup á efni og aðföngum við undirbúning lóðar, umgjörð og nauðsynlegan öryggisbúnað.