
Hver skaraði framúr á árinu?
Skessuhorn stefnir á að útnefna Vestlending ársins 2025 líkt og undanfarna tæpa þrjá áratugi. Lesendur eru hvattir til að senda inn tilnefningar um þann sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu og verðskuldi þetta sæmdarheiti. Rökstuðningur í einni eða tveimur setningum þarf að fylgja. Tilnefningar sendist á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 17. desember nk. Tilkynnt verður um úrslitin í fyrsta tölublaði nýs árs, 7. janúar.