
Þau Ari, Einir og Tinna með glæsilegt tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Ljósmyndir: Aðalsteinn Valur Grétarsson
Mikið fjör á aðventudegi Kvenfélagsins – myndasyrpa
Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir hinum árlega aðventudegi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þar var dregið úr jólahappdrættinu, úrslit kynnt úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar, tónlistaratriði, sölubásar og gómsætar veitingar. Eftir aðventudaginn í Samkomuhúsinu var haldið í miðbæinn þar sem kveikt var á jólatrénu sem vaskir Lionsmenn voru búnir að setja upp. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og létu öllum illum látum að venju.







