Fréttir
Þau Ari, Einir og Tinna með glæsilegt tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Ljósmyndir: Aðalsteinn Valur Grétarsson

Mikið fjör á aðventudegi Kvenfélagsins – myndasyrpa

Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir hinum árlega aðventudegi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þar var dregið úr jólahappdrættinu, úrslit kynnt úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar, tónlistaratriði, sölubásar og gómsætar veitingar. Eftir aðventudaginn í Samkomuhúsinu var haldið í miðbæinn þar sem kveikt var á jólatrénu sem vaskir Lionsmenn voru búnir að setja upp. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og létu öllum illum látum að venju.

Margar myndir bárust í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar og voru þær til sýnis.

Þessir kátu krakkar fylgdust spennt með atriðum á sviðinu á meðan þau fengu jólaandann yfir sig.

Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála var kát með dóttur sína.

Þær Gabriela, Telma Dís, Emelía Rós, Ellen Alexandra og Aþena Kristín sungu nokkur vel valin jólalög fyrir gesti.

Verðlaunahafar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar. F.v. Leifur Harðarson sem hafnaði í þriðja sæti, Aðalsteinn Valur Grétarsson sem hafnaði í fyrsta sæti og Bryndís Guðmundsdóttir sem hafnaði í öðru sæti. Ljósm. Diana Arcila

Krakkarnir sungu jólalög þegar kveikt var á jólatrénu.

Eyrún Ylfa rökræðir hérna við jólasveininn og spurning hvort að hún sé að ráðfæra sig um hentugar skógjafir.

F.v. Olga Sædís Einarsdóttir, Karen Edda sem er steinhissa á þessum ljósum í fanginu á móður sinni Unni Þóru Sigurðardóttur.