Fréttir

true

KR tók ÍA í bakaríið í Vesturbænum

Fimmta umferð Bónusdeildarinnar í körfuknattleik hófst í gærkvöldi. Liðsmenn ÍA fóru fullir sjálfstrausts vestur í bæ í Reykjavík þar sem þeir mættu liði KR á Meistaravöllum. Það var í raun einungis í fyrsta leikhluta sem jafnræði var með liðunum. Í lok hans hans var tveggja stiga munur á liðunum 24-22. Eftir það hafði lið KR…Lesa meira

true

Mokaði tröppurnar um leið og hann bar út Skessuhornið

Það var þakklátur áskrifandi Skessuhorns sem hringdi í ritstjórann í gær. Sæunn Jónsdóttir, sem býr ásamt Birni manni sínum í efri hæð hússins við Bröttugötu 4b í Borgarnesi, segist sjaldan á ævinni hafa upplifað jafn mikla hjálpsemi og elskulegheit og hjá unga manninum sem ber út Skessuhorn til hennar á hverjum miðvikudegi. Fyrr í vikunni…Lesa meira

true

Hellnafellsvegur fari af vegaskrá

Vegagerðin hefur tilkynnt Grundarfjarðarbæ að til standi að fella niður veghald á Hellnafellsvegi í Grundarfirði. Vegurinn er í flokki svokallaðra héraðsvega og í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að slíkir vegir liggi að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er vegurinn lokaður með hliði eða skilti við…Lesa meira

true

Eitt stykki þorp til sölu

Áhugaverð fasteignaauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag frá fasteignasölunni Gimli í Reykjavík. Gimli bauð eins og fram hefur komið í frétt Skessuhorns lægsta verð í sölulaun fasteigna á Bifröst, en skólahaldi þar hefur verið hætt. Kiðá ehf., dótturfélag Háskólans á Bifröst, er skráð fyrir flestum fasteignum en auk þess eru þar fasteignir í einkaeigu meðal…Lesa meira

true

Gistinóttum fjölgaði í september

Gistinóttum fjölgaði á hótelum á Vesturlandi og Vestfjörðum um 6,8% í september. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru gistinætur á landinu öllu 544 þúsund í september og hafði fjölgað um 6% frá árinu 2024. Um fjölgun var að ræða í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum. Mest varð fjölgunin á Suðurlandi þar…Lesa meira

true

Mannréttindasáttmálar gera ekki kröfu um jöfnun atkvæðavægis

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns fyrr í vikunni hefur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sett á fót starfshóp sem falið er að undirbúa breytingar á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Nefndi ráðherrann að með því sé stigið gott skref í átt að auknu jafnræði gagnvart mikilvægum borgaralegum réttindum sem kosningarétturinn…Lesa meira

true

Þjóðferjuleiðir verði hluti af grunnkerfi samgangna

Þrír þingmenn Miðflokksins, þau Karl Gauti Hjaltason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Þorgrímur Sigmundsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á vegalögum um svokallaðar þjóðferjuleiðir. Í frumvarpinu er lagt til að við Vegalög bætist ný svohljóðandi málsgrein: „Þjóðferjuleiðir eru hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast…Lesa meira

true

Opið hús í nýjum og endurnýjuðum mannvirkjum

Nokkur tímamót verða á laugardaginn þegar íbúum á Akranesi verður boðið að skoða ný og endurbætt skóla- og íþróttamannvirki bæjarfélagsins. Þar skal fyrst nefna nýtt fjölnota íþróttahús sem á undanförnum árum hefur verið í byggingu við Jaðarsbakka. Í öðru lagi líkamsræktarstöð sem World Class opnaði í eldra íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og síðast en ekki síst…Lesa meira

true

Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið víða um land

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir um allt land að undanskildu Norðurlandi eystra. Gul viðvörun við Faxaflóa gildir frá klukkan 11 í fyrramálið og nær til kl. 9 að morgni laugardags. Þá er spáð hvassviðri eða norðaustan stormi, 15-23 m/s einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30…Lesa meira

true

Borgarfjarðarprestakall formlega stofnað

Kirkjuþingi lauk á þriðjudaginn. Þar var formlega samþykkt að þrjú prestaköll í Borgarfirði; Borgar-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll, verða frá og með næstu áramótum að Borgarfjarðarprestakalli. Núverandi prestar í væntanlegu sameinuðu prestakalli eru þær sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir á Borg og sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir í Reykholti, sem jafnframt tekur brátt við embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.…Lesa meira