
Umrætt skilti þar sem stendur “Private properti” er væntanlega ástæða erindis Vegagerðarinnar.
Hellnafellsvegur fari af vegaskrá
Vegagerðin hefur tilkynnt Grundarfjarðarbæ að til standi að fella niður veghald á Hellnafellsvegi í Grundarfirði. Vegurinn er í flokki svokallaðra héraðsvega og í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að slíkir vegir liggi að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis.