Fréttir
Frá kjörstað á Akranesi í þingkosningum. Ljósm. úr safni/mm

Mannréttindasáttmálar gera ekki kröfu um jöfnun atkvæðavægis

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns fyrr í vikunni hefur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sett á fót starfshóp sem falið er að undirbúa breytingar á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Nefndi ráðherrann að með því sé stigið gott skref í átt að auknu jafnræði gagnvart mikilvægum borgaralegum réttindum sem kosningarétturinn er og nefndi að auki að það sé grundvallaratriði í lýðræðislegu samfélagi og þar að auki mannréttindamál.