Fréttir
Kringlan er við aðalinngang gamla skólans á Bifröst. Ljósm. gj

Eitt stykki þorp til sölu

Áhugaverð fasteignaauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag frá fasteignasölunni Gimli í Reykjavík. Gimli bauð eins og fram hefur komið í frétt Skessuhorns lægsta verð í sölulaun fasteigna á Bifröst, en skólahaldi þar hefur verið hætt. Kiðá ehf., dótturfélag Háskólans á Bifröst, er skráð fyrir flestum fasteignum en auk þess eru þar fasteignir í einkaeigu meðal annars stéttarfélaga sem hafa á undanförnum árum keypt hluta af fyrrum nemendaíbúðum á niðursettu verði. Hluti húsnæðis á Bifröst hefur verið í langtímaleigu til flóttamanna og annarra.