Fréttir

true

Framlengja samstarf um rekstur Norðurár

Veiðifélag Norðurár í Borgarfirði hefur framlengt samstarfssamning við Gísla Val Alfreðsson um um rekstur árinnar. Samningur þar að lútandi var borinn upp fyrir félagsfund í gær og samþykktur einróma. Gildir hann til ársins 2031. „Samstarf okkar hófst árið 2022 og hefur verið afar gott og farsælt. Hlökkum til næstu ára á bökkum Norðurár,“ segir Guðrún…Lesa meira

true

Tilhögun sameiningarkosninga ákveðin

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti með fyrirvara á fundi sínum á fimmtudaginn tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra um tilhögun utankjörfundaratkvæðagreiðslu íbúa um tillögu til sameiningar sveitarfélaganna. Samkvæmt tillögunni verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla dagana 28. nóvember til og með 12. desember. Atkvæðagreiðslan verður framkvæmd eins og um póstkosningu sé að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstað setji atkvæði…Lesa meira

true

Hvítir jörð og frost þegar líður á vikuna

Í kvöld og á morgun má fastlega gera ráð fyrir snjókomu á suðvesturhorni landsins. Veðurfræðingar taka þó fram að nokkurrar óvissu gæti enn um hvernig lægðin muni haga sér. Fastlega megi þó gera ráð fyrir því að um miðnætti í kvöld og allan morgundaginn verði norðaustan átt, hvöss um tíma annaðkvöld, og að lægðinni fylgi…Lesa meira

true

Undirbúa jöfnun atkvæðavægis í landinu

Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett á fót starfshóp sem falið er að undirbúa frumvarp til breytinga á kosningalögum til að auka jafnræði í atkvæðavægi og þingsætadreifingu. Sú vinna er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að ráðast eigi í slíkar breytingar. Ráðherra segir að með skipan starfshópsins sé stigið…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á morgun -Aflýst vegna veðurspár

Blóðbankabíllinn verður við N1 í Borgarnesi þriðjudaginn 28. október frá kl. 10:00-17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta. Uppfært: Blóðbankabíllinn hefur frestað komu í Borgarnes vegna slæmrar veðurspár.Lesa meira

true

Hjónin á Hraunhálsi hljóta menningarverðlaun Stykkishólms

Menningarhátíðin Norðurljósin var haldin í áttunda skipti í Stykkishólmi nú um helgina. Var hátíðin sett á fimmtudag og lýkur í dag. Við setninguna voru hjónin Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir á Hraunhálsi heiðruð og þakkað fyrir framlag sitt til lista,- menningar- og samfélagsmála í sveitarfélaginu. Það var Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti sveitarstjórnar sem kom fram…Lesa meira

true

Fundað verður um stöðuna á Grundartanga næsta þriðjudag

Bilunin í rafbúnaði Norðuráls á Grundartanga síðastliðinn þriðjudagsmorgun, sem leiddi til þess að tveir þriðju kerjanna í verksmiðjunni eru úti, er að sjálfsögðu alvarleg staða fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Óvissa ríkir um tímalínuna sem fram undan er sem felst í að fá nýja spenna til landsins og í framhaldi þess að gangsetja kerin í verksmiðjunni…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur í lokaleik tímabilsins

Lið Aftureldingar mætti ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla í gær. Fyrir leikinn voru Skagamenn búnir að hrista af sér falldrauginn, en gestirnir ekki. Tölfræðilega gátu þrjú lið fallið; KR, Vestri og Afturelding. Vegna vallaraðstæðna á Akranesvelli var leikurinn færður inn í Akraneshöllina. Skýr afleiðing þess að Íslandsmót er teygt fram á fyrsta vetrardag þegar…Lesa meira

true

Góður sigur Skagamanna í þriðja kveðjuleiknum á Vesturgötu

Gott hús verður sjaldan kvatt of oft. Það sannaðist á föstudaginn þegar ÍA tók á móti Álftanesi í hörkuleik á Vesturgötunni. Þó við höfum sagt það áður, þá eru allar líkur á að næsti heimaleikur liðsins verði spilaður í AvAir höllinni á Jaðarsbökkum, en til stendur að vígja húsið um helgina. Liðin höfðu bæði spilað…Lesa meira

true

Ný netverslun með hágæða garn opnuð á Akranesi

Verslunin Garnikó, ný netverslun með hágæða garn, var formlega opnuð á Akranesi í gærkvöldi. Rakel Rósa, stofnandi fyrirtækisins, hélt hlýlegt og líflegt opnunarpartý í Stúkuhúsinu á Akranesi sem hluta af opnunarkvöldi Vökudaga, menningar- og listahátíðar Skagamanna. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum Rakelar en yfir 150 manns mættu við opnunina. „Það sem stóð mest upp…Lesa meira