
Góð karfa og ástæða til að hvetja sína menn áfram. Ljósm. karfan.is
Góður sigur Skagamanna í þriðja kveðjuleiknum á Vesturgötu
Gott hús verður sjaldan kvatt of oft. Það sannaðist á föstudaginn þegar ÍA tók á móti Álftanesi í hörkuleik á Vesturgötunni. Þó við höfum sagt það áður, þá eru allar líkur á að næsti heimaleikur liðsins verði spilaður í AvAir höllinni á Jaðarsbökkum, en til stendur að vígja húsið um helgina. Liðin höfðu bæði spilað þrjá leiki í deildinni fyrir leik kvöldsins. Álftanes hafði unnið tvo og tapað einum á meðan ÍA hafði tapað tveimur og unnið einn.