
Guðlaug og Jóhannes. Ljósm. stykkisholmur.is
Hjónin á Hraunhálsi hljóta menningarverðlaun Stykkishólms
Menningarhátíðin Norðurljósin var haldin í áttunda skipti í Stykkishólmi nú um helgina. Var hátíðin sett á fimmtudag og lýkur í dag. Við setninguna voru hjónin Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir á Hraunhálsi heiðruð og þakkað fyrir framlag sitt til lista,- menningar- og samfélagsmála í sveitarfélaginu. Það var Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti sveitarstjórnar sem kom fram fyrir hönd bæjarstjórnar og afhenti þeim verðlaun fyrir sitt öfluga framlag til menningarmála og söguvarðveislu í sveitarfélaginu.