
Vetrarfærð. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Hvítir jörð og frost þegar líður á vikuna
Í kvöld og á morgun má fastlega gera ráð fyrir snjókomu á suðvesturhorni landsins. Veðurfræðingar taka þó fram að nokkurrar óvissu gæti enn um hvernig lægðin muni haga sér. Fastlega megi þó gera ráð fyrir því að um miðnætti í kvöld og allan morgundaginn verði norðaustan átt, hvöss um tíma annaðkvöld, og að lægðinni fylgi talsverð úrkoma, jafnvel mikil. Það skal tekið fram að ekki er enn búið að gefa út veðurviðvaranir, en fólk sem hyggur á ferðlag í kvöld og á morgun ætti að fylgjast vel með veðurspám og lýsingum. Þegar líður á vikuna er spáð vaxandi frosti, einkum á fimmtudaginn.