Fréttir

true

Leirbrennsla í timburkolum í Garðalundi

Anna Leif Auðar Elídóttir kennari við Grundaskóla á Akranesi fór óhefðbundna leið í kennslu síðastliðinn miðvikudag. Hún kennir valáfanga fyrir elstu nemendur skólans sem kallast Leir. Þar er eins og nafnið bendir til unnið með leir og hlutirnir brenndir, oftast í ofni heima í handavinnustofu. Anna Leif fór til Danmerkur í sumar og sótti þar…Lesa meira

true

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 – Fyrsti hluti

Undanfarin tvö haust hefur Skessuhorn birt frásagnir mínar af yfirlitssýningum lambhrúta víða á Vesturlandi. Sauðkindin á marga áhangendur og hafa þessi skrif vakið áhuga einhverra lesenda og feta ég því enn sömu slóð. Íslensk bændamenning hefur lifað með þjóðinni frá því að hafið var að skrifa frásagnir á kálfskinn fyrir mörgum öldum. Einn þáttur hennar…Lesa meira

true

Endurbyggðu stöðvarhús virkjunar í Húsafelli

Undanfarið ár hefur Bergþór Kristleifsson og hans fólk í Húsafelli í Borgarfirði unnið við endurgerð næstelstu virkjunarinnar á staðnum, Kiðárvirkjunar 1, en virkjanir á jörðinni eru alls fjórar. Virkjanasaga Húsafellsbænda teygir sig tæplega áttatíu ár aftur í tímann og alls hafa fjórir ættliðir bænda þar komið að framkvæmdum. Fyrstu virkjunina, Stuttárvirkjun, byggði Þorsteinn Þorsteinsson bóndi…Lesa meira

true

Fyrirspurn um vörugjald af ökutækjum

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um vörugjöld af ökutækjum. Þingmaðurinn vill vita hvað efnaminna fólk, fólk á landsbyggðinni og aðrir sem ekki hafa greiðan aðgang að hleðslustöð eigi að gera; „þegar búið verður að skattleggja bensínbíla út af neytendamarkaði með hækkun vörugjalds af ökutækjum,“ eins…Lesa meira

true

Landsvirkjun skoðar stöðu sína og Norðuráls

Landsvirkjun sér Norðuráli um þriðjungi af þeirri raforku sem fyrirtækið notar við framleiðslu sína. Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir í samtali við Skessuhorn að ekki sé vitað enn sem komið er hversu mikla orku fyrirtækið þurfi frá Landsvirkjun á næstu mánuðum eða misserum þar sem enn sé verið að meta stöðuna enda stutt frá því…Lesa meira

true

Erfiðleikar á Grundartanga munu hafa áhrif á Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að erfiðleikar fyrirtækja á Grundartanga muni hafa áhrif og leggur áherslu á að starfsfólki og stjórnendum þeirra verði mætt af skilningi við þessar aðstæður. „Trú okkar er sú að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og fyrirtækin nái aftur fyrri styrk. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir starfsfólk, fjölskyldur…Lesa meira

true

Lifandi krabbi mætir á matarmarkað

Næstkomandi laugardag frá klukkan 12-16 verður Matarauður Vesturlands með markað í Breið, þróunarsetri á Akranesi. Í tilkynningu segir að þar verði matarmenning eins og hún gerist best. Meðal annars verður lifandi krabbi úr Faxaflóa á boðstólnum, en auk siginn fiskur, grásleppa, hnísukjöt, frosið krabbakjöt. Þá verður borgfirskt hunang, hvítlaukur og grænmeti úr Dölunum og fjölmargt…Lesa meira

true

Samdráttur á Grundartanga hefur ekki afgerandi áhrif á Faxaflóahafnir

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Skessuhorn að fréttir um samdrátt í rekstri framleiðslufyrirtækjanna á Grundartanga séu talsvert áhyggjuefni. Hann segist deila bjartsýni stjórnenda Elkem um að samdráttur þar verði minni en í fyrstu var talið en fyrstu fréttir af stöðu Norðuráls séu mun verri. Aðspurður um hversu mikið inn- og útflutningur Norðuráls…Lesa meira

true

Lýsa áhyggjum sínum vegna stöðu mála á Grundartanga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins áhyggjum sínum vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í starfsemi mikilvægra fyrirtækja á Grundartanga. Rifjað er upp að Elkem hyggist draga tímabundið úr framleiðslu vegna veikra markaðsaðstæðna í Evrópu og að auki ríki enn óvissa um hugsanlegar verndarráðstafanir Evrópusambandsins vegna innflutnings á kísliljárni og járnblendi. „Þá varð…Lesa meira

true

Stór landsæfing björgunarsveita var haldin í Hvalfirði

Síðastliðinn laugardag var stór landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Hvalfirði og víðar í Borgarfirði. Það voru björgunarsveitir á svæði 4; frá Akranesi, Borgarnesi og uppsveitum Borgarfjarðar sem báru hitann og þungann af skipulagningu verkefnisins. Þorbjörg Petrea Pálsdóttir sérfræðingur á aðgerðasviði Landsbjargar var verkefnisstjóri í samráði við heimamenn á Vesturlandi. Þorbjörg segir í samtali við…Lesa meira