Fréttir

true

Ekkert samráð ráðherra við Grundarfjarðarbæ vegna skelbóta

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir verulegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hafi ekki verið gefin út og leggur þunga áherslu á að úr því verði bætt án tafar. Þetta kemur fram í samþykkt bæjarstjórnar á fundi hennar í síðustu viku. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra frestað útgáfu…Lesa meira

true

Kosningaloforð meirihlutans í Borgarbyggð fellt í sveitarstjórn

Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar féll í atkvæðagreiðslu á fundi sveitarstjórnar á fimmtudaginn þegar gengið var til atkvæða um framkvæmdir við uppsetningu lýsingar á leið milli hesthúsahverfis og útivistarsvæðisins í Einkunnum. Tillaga meirihlutans um að ráðist yrði í framkvæmdirnar var felld með fjórum atkvæðum minnihluta Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og sameiginlegs lista Samfylkingur og Viðreisnar og einu atkvæði…Lesa meira

true

Snæfell með annan sigur sinn í fyrstu deildinni

Snæfell lék á laugardaginn sinn annan leik í fyrstu deild körfuknattleiksins þegar lið Vestra kom í heimsókn í Stykkishólm. Snæfellingar höfðu frumkvæðið í leiknum nánast allan tímann. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:13 Snæfellingum í vil. Vestrastúlkum tókst aðeins að klóra í bakkann í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var staðan 35-30. Síðari hluti…Lesa meira

true

Lokafrágangur um helgina við Ólafsvíkurrétt

Um liðna helgi kom hópur fólks saman við Ólafsvíkurrétt og vann við lokafrágang gömlu réttarinnar. TS vélaleiga kom með fínt efni sem dreift var í dilka og almenning réttarinnar. Hópur fólks tók svo þátt í að dreifa úr mölinni og moka að veggjunum. Með því að smella myndavélinni á QR kóða á staur við réttarvegginn…Lesa meira

true

Runólfur SH kom í land með hluta úr tundurdufli

Runólfur SH 135 kom til hafnar í gær þar sem aflinn fór til vinnslu í dag. Þó megnið af aflanum hafi verið hefðbundinn að þessu sinni þá slæddist undarlegur hlutur með í veiðarfærin. Talið er að þetta sé hluti af tundurdufli frá stríðsárunum en til stóð að starfsmenn Landhelgisgæslunnar kæmu og sæktu þetta til frekari…Lesa meira

true

Launaskrið og aukin fjárhagsaðstoð heggur í fjárhag Borgarbyggðar

Ljóst er að mikil hækkun launakostnaðar umfram skatttekjur á árinu og stóraukinn hreinn kostnaður sveitarfélagsins af fjárhagsaðstoð við flóttafólk hafa veruleg neikvæð áhrif á afkomu ársins hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð. Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn fimmtudag var rætt hvernig ná megi tökum á þessari óheillaþróun. Fram kom að rekstrarniðurstaða A hluta Borgarbyggðar var neikvæð um 320 milljónir…Lesa meira

true

Útvarp Akranes fer í loftið í lok nóvember

Saga Útvarps Akraness nær aftur til ársins 1988 þegar fyrstu útsendingarnar fóru fram. Síðan hefur Sundfélag Akraness haldið úti útvarpssendingum fyrstu helgina í aðventu ár hvert og á því verður engin undantekning í ár. Í tilkynningu frá útvarpsnefnd SA kemur fram að fjölmargir Skagamenn hefja formlegan jólaundirbúning þegar Útvarp Akranes hljómar og má því segja…Lesa meira

true

Sveitarstjórn vill efla báða háskóla héraðsins með starfsemi á Hvanneyri

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudaginn ályktun með yfirskriftinni; „Háskólasamfélagið í Borgarbyggð – rannsóknir og nýsköpun á Hvanneyri.“ Í henni segir: „Háskólar á Íslandi standa á krossgötum. Bæði Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa verið leiðandi í breyttu umhverfi og þróun menntunar og rannsókna á háskólastigi, hvor á sínu sviði. Skólarnir…Lesa meira

true

Landsþing UMFÍ var haldið í Stykkishólmi

Sambandsþing Ungmennasambands Íslands fór fram í Stykkishólmi um liðna helgi. Þingið er æðsta vald í málefnum UMFÍ og er það haldið annað hvert ár. Þingið nú er á margan hátt sögulegt. Eftir að Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) varð sambandsaðili UMFÍ nú í vor eru fulltrúar frá öllum íþróttahéruðum landsins á þinginu í fyrsta sinn. UMFÍ hefur…Lesa meira

true

Óttast að afkomu fleiri bænda verði teflt í tvísýnu

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt samhljóða bókun vegna frumvarps til laga um breytingu á búvörulögum. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur þungar áhyggjur af afkomu íslenskra bænda og þar með fæðuöryggi landsins. Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja og ber að vernda sérstaklega. Borgarbyggð hefur ekki farið varhluta…Lesa meira