Fréttir

Óttast að afkomu fleiri bænda verði teflt í tvísýnu

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt samhljóða bókun vegna frumvarps til laga um breytingu á búvörulögum. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur þungar áhyggjur af afkomu íslenskra bænda og þar með fæðuöryggi landsins. Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja og ber að vernda sérstaklega. Borgarbyggð hefur ekki farið varhluta af þessari þróun sem orðið hefur í nafni hagræðingar í greininni síðustu áratugi. Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt drög að breytingum á búvörulögum. Verði þau að lögum óttast sveitarstjórn Borgarbyggðar að afkomu sífellt fleiri bænda verði teflt í tvísýnu.“