Fréttir
Nýkjörin stjórn UMFÍ. Ljósm. umfí

Landsþing UMFÍ var haldið í Stykkishólmi

Sambandsþing Ungmennasambands Íslands fór fram í Stykkishólmi um liðna helgi. Þingið er æðsta vald í málefnum UMFÍ og er það haldið annað hvert ár. Þingið nú er á margan hátt sögulegt. Eftir að Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) varð sambandsaðili UMFÍ nú í vor eru fulltrúar frá öllum íþróttahéruðum landsins á þinginu í fyrsta sinn. UMFÍ hefur stækkað mikið í gegnum árin. Það birtist í fleiri tillögum fyrir þinginu en áður hefur sést. Þá birtist fjölgun í UMFÍ í fjölda gesta, eða um 160, við setningu sambandsþingsins á Fosshóteli í Stykkishólmi síðdegis á föstudag.