
Svipmynd frá útivistarsvæðinu í Einkunnum. Ljósm. west.is
Kosningaloforð meirihlutans í Borgarbyggð fellt í sveitarstjórn
Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar féll í atkvæðagreiðslu á fundi sveitarstjórnar á fimmtudaginn þegar gengið var til atkvæða um framkvæmdir við uppsetningu lýsingar á leið milli hesthúsahverfis og útivistarsvæðisins í Einkunnum. Tillaga meirihlutans um að ráðist yrði í framkvæmdirnar var felld með fjórum atkvæðum minnihluta Sjálfstæðisflokksins og einu atkvæði varamanns í meirihluta Framsóknarflokksins.