Fréttir

true

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 samþykkt í sveitarstjórn

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lögð fram og samþykkt með átta atkvæðum gegn einu, að undangengnum minniháttar breytingum, nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Hefur gerð þess verið verið í vinnslu í þrjú ár. Nýtt skipulag verður nú sent Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu en það mun gilda fyrir árin 2025 til 2037 og er stefnumarkandi plagg…Lesa meira

true

Snorri kjörinn varaformaður Miðflokksins

Landsþing Miðflokksins fer nú fram á Hilton í Reykjavík. Þingið náði hápunkti í dag þegar kjörið var í embætti flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður og tveir voru í framboði til varaformanns eftir að Bergþór Ólason dró framboð sitt til baka í gær. Þetta eru þingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson sem bæði settust…Lesa meira

true

Þriggja bíla árekstur í göngunum

Hvalfjarðargöngunum var lokað laust eftir klukkan 12 í dag vegna umferðaróhapps. Þar mun hafa orðið þriggja bíla árekstur. Ekki liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólki, en samkvæmt tilkynningu verða göngin lokuð um óákveðinn tíma.Lesa meira

true

Sextán veghefilstjórar lærðu réttu handtökin

Um sjö þúsund kílómetrar af íslenska þjóðvegakerfinu, eða um 54% þess, eru malarvegir. Því er mikilvægt að viðhaldi þeirra sé sinnt af fagmennsku og þekkingu. Vegagerðin stendur reglulega fyrir námskeiðum fyrir veghefilstjóra og var eitt slíkt haldið í byrjun júní á Hótel Varmalandi í Borgarfirði. Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er sagt frá því. Á…Lesa meira

true

Séra Hilda María ráðin sóknarprestur í Stykkishólmi

Séra Hilda María Sigurðardóttir hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Undir prestakallið tilheyra sex sóknir; þ.e. Stykkishólmssókn, Helgafellssókn, Breiðabólstaðarsókn, Bjarnarhafnarsókn, Flateyjarsókn og Narfeyrarsókn. Sr. Hilda tekur við starfinu af sr. Gunnari Eiríki Haukssyni sóknarpresti og prófasti. Hilda María fæddist árið 1999 og er því að líkindum yngsti prestur landsins. Hún ólst upp á Ísafirði og…Lesa meira

true

ÍA sótti ekki stigin tvö til Grindavíkur

Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik léku sinn annan leik í deildinni í Grindavík í gærkvöldi. Óhætt er að segja að Skagamenn hafi komið til leiks fullir sjálfstrausts því þeir komust fljótt í 5-1 forystu. Grindvíkingar náðu sér fljótt á strik og yfirhöndinni um leið. Að loknum fyrsta leikhluta var þó jafnt með…Lesa meira

true

Sameiginleg kjörstjórn skipuð

Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra ákváðu á fundum sínum í gær skipan sameiginlegrar kjörstjórnar sveitarfélaganna vegna kosninga sem fram fara dagana 28. nóvember til 13. desember um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna. Samkomulag var um að Húnaþing vestra skipi tvo aðalmenn en Dalabyggð einn. Dalabyggð skipar hins vegar tvo varamenn en Húnaþing vestra einn. Aðalmaður Dalabyggðar…Lesa meira

true

Til stendur að sameina prestaköllin í Borgarfirði

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í sumar lét séra Anna Eiríksdóttir af starfi sóknarprests í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði í lok ágúst. Heimir Hannesson samskiptastóri Þjóðkirkjunnar sagði þá í viðtali við Skessuhorn að ekki stæði til annað en að nýr prestur verði ráðinn til starfa með aðsetur í Stafholti. Einhver töf virðis þó hafa…Lesa meira

true

Brú yfir Kleppsvík talin vænlegri kostur en jarðgöng

Í undirbúningi er að halda opna kynningarfundi vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Samhliða því verða kynnt drög að aðalskipulagsbreytingum í Reykjavík. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Akranesi í október og nóvember. Að auki verður morgunfundur í streymi frá húsakynnum Vegagerðarinnar. Fundirnir verða auglýstir innan tíðar og eru áhugasamir hvattir til að mæta…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild

Það var ólíkt hlutskipti Vesturlandsliðanna í fyrstu umferð fyrstu deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Lið Skallagríms hélt á Egilsstaði og mætti liði Hattar. Fyrirfram hefur liði Hattar verið spáð efsta sæti deildarinnar og því viðbúið að brekka biði Skallagrímsmanna sem og varð raunin þegar upp var staðið. Leiknum lauk með sigri Hattar 93-71. Stigahæstir Skallagrímsmanna…Lesa meira