Fréttir

Snorri kjörinn varaformaður Miðflokksins

Landsþing Miðflokksins fer nú fram á Hilton í Reykjavík. Þingið náði hápunkti í dag þegar kjörið var í embætti flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður og tveir voru í framboði til varaformanns eftir að Bergþór Ólason dró framboð sitt til baka í gær. Þetta eru þingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson sem bæði settust á þing í lok síðasta árs eftir kosningarnar þá. Úrslit í varaformannskjörinu voru kynnt nú rétt í þessu. Snorri Másson hlaut afgerandi kosningu, eð 136 atkvæði en Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64. Snorri er því rétt kjörinn varaformaður flokksins.