
Séra Ursula Árnadóttir mun þjóna sem prestur í Stafholtsprestakalli til áramóta.
Til stendur að sameina prestaköllin í Borgarfirði
Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í sumar lét séra Anna Eiríksdóttir af starfi sóknarprests í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði í lok ágúst. Heimir Hannesson samskiptastóri Þjóðkirkjunnar sagði þá í viðtali við Skessuhorn að ekki stæði til annað en að nýr prestur verði ráðinn til starfa með aðsetur í Stafholti. Einhver töf virðis þó hafa orðið á að starfið væri formlega auglýst í ljósi þess að nú hefur séra Ursula Árnadóttir tekið að sér að þjóna í Stafholtsprestakalli tímabundið til áramóta.