Fréttir
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj.

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 samþykkt í sveitarstjórn

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lögð fram og samþykkt með átta atkvæðum gegn einu, að undangengnum minniháttar breytingum, nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Hefur gerð þess verið verið í vinnslu í þrjú ár. Nýtt skipulag verður nú sent Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu en það mun gilda fyrir árin 2025 til 2037 og er stefnumarkandi plagg varðandi alla aðra skipulagsvinnu. Á fundi sveitarstjórnar lagði Sigurður Guðmundsson (D) fram tillögu um að afgreiðslu aðalskipulagsins yrði frestað um einn fund og vísaði þar til óvissu sem ríkir um hvort uppbyggingaráform í Brákarey muni raungerast á næstunni. Tillaga um frestun afgreiðslu aðalskipulags var felld.