
Löng bílaröð hefur myndast við göngin, en óvíst er hvenær þau verða opnuð að nýju. Ljósm. af
Þriggja bíla árekstur í göngunum
Hvalfjarðargöngunum var lokað laust eftir klukkan 12 í dag vegna umferðaróhapps. Þar mun hafa orðið þriggja bíla árekstur. Ekki liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólki, en samkvæmt tilkynningu verða göngin lokuð um óákveðinn tíma.