Fréttir

true

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni mun Rauði krossinn gegna formlegu lykilhlutverki. Svo umfangsmiklar aðgerðir krefjast gríðarlegs skipulags og hefur öll hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans verið virkjuð. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú sett af stað neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza. „Við hvetjum landsmenn…Lesa meira

true

Hafró ráðleggur loðnuveiðar

Hafrannsóknarstofnunin ráðleggur 43.766 tonna loðnuveiði á vertíð komandi vetrar. Þessi ákvörðun er byggð á mælingum rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu. Ráðgjöfin er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun næsta árs.…Lesa meira

true

Margfölduð arðgreiðslukrafa ríkisins vegna Rarik og Orkubús Vestfjarða

Fjármála- og efnahagsráðherra gerir kröfu um mun hærri arðgreiðslur í ríkissjóð frá Rarik og Orkubúi Vestfjarða. Þetta kemur fram í minnisblaði hans til ríkisstjórnarinnar vegna tekjuáætlunar ársins 2026. Í minnisblaðinu kemur fram að ráðuneytið hafi unnið að því að setja skýr viðmið um arðsemi, fjármagnsskipan og arðgreiðslur ríkisfyrirtækja í samræmi við eigendastefnu og leiðbeiningar OECD.…Lesa meira

true

Eftirlitsmyndavélum komið upp í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt samhljóða tillögu Lögreglustjórans á Vesturlandi um að sveitarfélagið festi kaup á og setji upp löggæslumyndavélar við Hvalfjarðargöng norðan megin og inn í Hvalfirði. Í erindi frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að á undanförnum árum hafi sveitarfélög víðs vegar um landið fjárfest í eftirlitsmyndavélakerfum sem taka myndir af ökutækjum sem koma…Lesa meira

true

Dagar hússins við Kirkjutún 2 brátt taldir

Í byrjun nóvember er fyrirhugað að hefja niðurrif hússins við Kirkjutún 2 í Ólafsvík. Þetta sögufræga hús var byggt á síðari stríðs árunum, 1941-42, og hýsti vélsmiðjuna Sindra í áratugi. Byggt var við húsið um 1960 og er það nú 416 fm á tveimur hæðum. Snæfellsbær keypti húsið af N1 og var Átthagastofan þar lengi…Lesa meira

true

Mikill munur á tilboðum í sorphirðu

Á dögunum voru opnuð tilboð í sorphirðu í Dalabyggð. Þrjú tilboð bárust. Tilboð Íslenska gámafélagsins var að fjárhæð tæpar 50 milljónir króna, Terra hf. bauð rúmar 107 milljónir króna og Kubbur ehf. bauð tæpar 137 milljónir króna. Athygli vekur hversu mikill munur er á tilboðunum. Næst lægsta tilboðið er ríflega tvöfalt hærra en það lægsta.…Lesa meira

true

Sjötti ættliður í rakarastólnum hjá Hinna

Eins og sagt var frá í frétt Skessuhorns hélt Hinrik Haraldsson hárskeri á Akranesi upp á 60 ára starfsafmæli sitt á rakarastofunni við Vesturgötu 57 í síðustu viku. Hinni rakari hefur að mestu lagt skærin á hilluna en leysir þó Harald son sinn af einu sinni í viku. Hinni hefur haft hendur í hári fjölmargra…Lesa meira

true

Siglingaöryggi verði ávallt í fyrirrúmi

Landhelgisgæsla Íslands hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir skipa. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum er með frumvarpinu verið að bregðast við mönnunarvanda á þeim nýju björgunarskipum sem streyma nú til landsins. Í umsögn Landhelgisgæslunnar kemur fram að stofnunin hafi á sínum tíma ekki…Lesa meira

true

Kvennaverkfall boðað 24. október

Efnt verður til kvennaverkfalls hér á landi föstudaginn 24. október þegar 50 ár verða liðin frá því konur lögðu niður störf þennan dag árið 1975. Krafist var sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vakin athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár…Lesa meira

true

Þyrluflug yfir Akranesi er æfing

Frá því klukkan 20 í kvöld hefur þyrla verið á flugi yfir Akranesi, höfninni og sjónum við bæinn. Um er að ræða æfingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélags Akraness. Því er engin hætta á ferðum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur íbúum verið brugðið og dæmi um að börn hafi orðið hrædd. Ekki var send út tilkynning fyrir…Lesa meira