Fréttir

true

Árekstur og útafkeyrslur

Nokkur óhöpp urðu í umferðinni á Vesturlandi í vikunni sem leið. Rúta fór út af og hafnaði á hliðinni með 44 innanborðs. Ekki urðu alvarleg slys á fólki, en fjallað var um slysið í fréttum Skessuhorns. Þá lenti fólksbifreið í árekstri við rútu á Snæfellsnesi í vikunni. Þrennt var flutt af vettvangi með sjúkrabifreið en…Lesa meira

true

Íbúar í fyrrum Skógarstrandarhreppi vilja sameinast Stykkishólmi

Á síðunni Ísland.is er nú í gangi undirskriftalisti með áskorun fólks til sveitarfélagsins Dalabyggðar. „Við undirrituð skorum á Dalabyggð að hlusta á óskir íbúa um að ef til sameiningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra kemur, að styðja vilja Skógstrendinga að horfa í vesturátt og styðja sameiningu þeirra við Stykkishólm.“ Fram kemur að ábyrgðarmaður listans er Bjarni…Lesa meira

true

Samið um ræstingar

Á fundi bæjarráðs Akraness 25. september síðastliðinn var kynnt niðurstaða útboðs um ræstingar stofnana fyrir árið 2026. Fimm tilboð bárust og voru tvö þeirra undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 135,9 milljónir króna. Ákvað bæjarráð að taka lægsta boði sem fyrirtækið iClean ehf. átti. Það var upp á 122,7 milljónir króna.Lesa meira

true

Býsna greitt ekið

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af rúmlega 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á 160 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir voru teknir á um tvöföldum hámarkshraða innanbæjar þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Rúmlega 400 ökumenn voru myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins…Lesa meira

true

Mamma það er þoka úti!

„Mamma, það er þoka úti,“ hrópaði lítill drengur á Akranesi í morgun þegar hann leit út um gluggann áður en haldið var í leikskólann. Sú var þó ekki raunin en hins vegar var allt þakið seltu eftir hvassa suðvestan átt í gær samhliða hárri sjávarstöðu. Í dag verður því verkefni margra við sjávarsíðuna vestanlands að…Lesa meira

true

Barnó – Best Mest Vest 2025 er hafin

Ávarp framkvæmdastjóra SSV vegna Barnamenningarhátíðar Það er mér sönn ánægja að kynna Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi, sem í ár er haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga í landshlutanum. Með þessu framtaki er stigið mikilvægt skref í átt að markvissari eflingu menningarstarfs fyrir börn og með börnum á Vesturlandi. Á undanförnum árum…Lesa meira

true

Keppni í fyrstu deild í körfuknattleik hefst í kvöld

Keppni í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með leikjum Vesturlandsliðanna í deildinni. Lið Snæfells fær Fylkismenn í heimsókn í Stykkishólm og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikmenn Skallagríms í Borgarnesi leggja hins vegar land undir fót og halda til Egilsstaða þar sem þeir mæta liði Hattar. Leikurinn verður í MVA-höllinni og hefst hann…Lesa meira

true

Grundartangahöfn næst mesta inn- og útflutningshöfnin

Flutningar um hafnir á Íslandi nánu 7,5 milljónum tonna árið 2024 sem er 3% meira en árið 2023. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Reykjavíkurhöfn var sú höfn þar sem mestir flutningar fóru um eða 1.674.512 tonn. Þar á eftir kemur Grundartangahöfn þar sem 1.328.096 tonn fóru um. Er það ríflega 2,5%…Lesa meira

true

Erna Björt framlengir við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur framlengt samning við Ernu Björt Elíasdóttur knattspyrnukonu til næstu tveggja ára. „Það er með mikilli gleði sem félagið tilkynnir það að Erna Björt, eða Ebba, (f. 2002) hafi framlengt samning sinn til næstu tveggja tímabila eða út árið 2027. Ebba hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem lykilleikmaður í meistaraflokksliði kvenna…Lesa meira

true

Þjóðahátíð Vesturlands framundan á Akranesi

Fagna menningarlegri fjölbreytni Félag nýrra Íslendinga mun halda Þjóðahátíð Vesturlands (Festival of Nations West Iceland) sunnudaginn 26. október frá klukkan 14:00 til 17:00 í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. „Þessi hátíð fagnar fjölbreytileika menningar á Íslandi og býður upp á líflega dagskrá með fjölhæfum listamönnum sem koma frá ýmsum löndum. Meðal annars má nefna tónlistarflutning,…Lesa meira