
Býsna greitt ekið
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af rúmlega 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á 160 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir voru teknir á um tvöföldum hámarkshraða innanbæjar þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Rúmlega 400 ökumenn voru myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins í liðinni viku.