
Íbúar í fyrrum Skógarstrandarhreppi vilja sameinast Stykkishólmi
Á síðunni Ísland.is er nú í gangi undirskriftalisti með áskorun fólks til sveitarfélagsins Dalabyggðar. „Við undirrituð skorum á Dalabyggð að hlusta á óskir íbúa um að ef til sameiningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra kemur, að styðja vilja Skógstrendinga að horfa í vesturátt og styðja sameiningu þeirra við Stykkishólm.“