Fréttir

Keppni í fyrstu deild í körfuknattleik hefst í kvöld

Keppni í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með leikjum Vesturlandsliðanna í deildinni. Lið Snæfells fær Fylkismenn í heimsókn í Stykkishólm og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikmenn Skallagríms í Borgarnesi leggja hins vegar land undir fót og halda til Egilsstaða þar sem þeir mæta liði Hattar. Leikurinn verður í MVA-höllinni og hefst hann kl. 19:15.

Það má segja að Vesturlandsliðin sæki á sitthvorn endann á deildinni í kvöld því samkvæmt spám fyrirliða, þjálfara og formanna félaga í 1. deild er liði Hattar spáð sigri í deildinni en liði Fylkis er spáð falli. Liði Skallagríms er eins og fram hefur komið í frétt Skesshorns spáð sjötta sæti deildarinnar og liði Snæfells er spáð áttunda sæti.

Keppni í fyrstu deild í körfuknattleik hefst í kvöld - Skessuhorn