Fréttir

Þyrluflug yfir Akranesi er æfing

Frá því klukkan 20 í kvöld hefur þyrla verið á flugi yfir Akranesi, höfninni og sjónum við bæinn. Um er að ræða æfingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélags Akraness. Því er engin hætta á ferðum.

Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur íbúum verið brugðið og dæmi um að börn hafi orðið hrædd. Ekki var send út tilkynning fyrir æfinguna.