
Eftir hádegi í dag fór fram umfangsmikil brunaæfing á og við Sjúkrahúsið við Merkigerði á Akranesi. Þátt tók starfsfólk HVE á Akranesi, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, lögregla og sjúkraflutningafólk. Æfing af þessari stærðargráðu er sett upp á nokkurra ára fresti. Rifjuð er upp viðbragðsáætlun sem til er við eldsvoða og þegar vá ber að dyrum…Lesa meira