
Slökkvilið mætt og byrjað að flytja sjúklinga og starfsfólk af svölum þriðju hæðar. Texti og myndir: mm
Æfing þar sem fólki var bjargað úr brennandi sjúkrahúsi – myndasyrpa
Eftir hádegi í dag fór fram umfangsmikil brunaæfing á og við Sjúkrahúsið við Merkigerði á Akranesi. Þátt tók starfsfólk HVE á Akranesi, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, lögregla og sjúkraflutningafólk. Æfing af þessari stærðargráðu er sett upp á nokkurra ára fresti. Rifjuð er upp viðbragðsáætlun sem til er við eldsvoða og þegar vá ber að dyrum og ræstir út allir viðbragðsaðilar sem að slíku koma. Í kjölfarið verður síðan rýnt hvernig æfingin tókst og hvað læra megi af henni.