Fréttir

Áhyggjur slökkviliðs af aðgengi að vatni

Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar hefur með bréfi til sveitarstjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps ítrekað óskir Slökkviliðs Borgarbyggðar um að ráðast í framkvæmdir sem tryggi öflun á tryggu slökkvivatni í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Bjarni Kristinn Þorsteinsson varaslökkviliðsstjórinn sendi hreppsnefndinni.