Fréttir

Liðin vika hjá lögreglu

Í síðustu viku hafði Lögreglan á Vesturlandi afskipti af 83 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 162 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 224 ökumönnum með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur.