
Kort sem sýnir áfanga við vegaframkvæmdir í Gufudalssveit. Kortið er nokkurra ára gamalt en gefur ágæta mynd af veglínunni og framkvæmdunum sem nú er verið að semja um.
Vegagerðin semur um tvær brýr á Vestfjarðavegi
Vegagerðin hefur skrifað undir samning um byggingu tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, en það eru brýr á Djúpafjörð við Grónes og á Gufufjörð. Brúin yfir Djúpafjörð verður 58 metra lönd en brúin yfir Gufufjörð 130 metrar. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar.